Ritskoðun - styðjum WikiLeaks

Íslenska ríkið hefur hvorki réttinn, hæfnina né peningana sem þarf til að ritskoða internetið - punktur! Þó WikiLeaks sé

Þessi stelpa er greinilega nógu vitlaus til að halda annað. Gögnin eru lekin og ekkert við því að gera, eða eiga stjórnvöld á Íslandi líka að loka The Guardian og öðrum fréttastofum sem eru nú þegar komin með öll gögnin milli handanna?

Bandaríkin skitu upp á bak og nú þurfa pólitíkusar og aðrir að standa á bak við gjörðir sínar.


mbl.is Ítrekar að Ísland eigi að loka WikiLeaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facepalm

 

Ekkert meira um það að segja.

 

 

facepalm

 


mbl.is Vilja gera „face“ að vörumerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óréttlæti í réttarkerfinu

Einhver bloggaði "það er ljótt að stela".

Ekki alveg. Ólöglegt niðurhal er brot á höfundarétti sem er ekki það sama og þjófnaður. Það er vissulega ljótt að stela en slíkt sjónarmið er hvorki hjálplegt né viðeigandi í þessu tilviki að mínu mati.

Finnst engum skrítið að aumingja konan hefði í mesta lagi fengið skilorðsbundinn dóm ef hún hefði stolið tveimur geisladiskum úr Wallmart (miðað við 12 lög á hverjum disk)?
Finnst engum skrítið að það hefði aldrei orðið neitt mál ef hún hefði fengið skrifaðan geisladisk, afritað lögin af iPod eða jafnvel snældu (mixtape)?

Það eru mjög margir íslendingar sem eiga fleiri þúsund lög á iPod eða tölvunni sinni sem þeir hafa sótt af netinu og aldrei borgað krónu fyrir og finnst flestum ekkert að því að deila lögunum sín á milli. Til að setja þetta í samhengi má líta á þetta svona:

Miðað við $62500 dali á hvert lag eða tæpar 7 miljónir króna á hvert lag þarf ekki nema 32 einstaklinga, hver með 3000 lög, til að jafna Icesave skuldina sem var 640 miljarðar árið 2008. 

Einhver bloggaði "það er ljótt að stela" en spurningin er í rauninni: hver er þjófurinn? Ekki furða að RIAA og MPAA séu gjarnan kallaðir MAFIAA.


mbl.is Dýr lög á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er Khat ólöglegt?

Ég hafði ekki heyrt um þetta efni fyrr en ég las um það í fréttinni. Khat er planta sem inniheldur dauft örvandi vímuefni sem kallast cathinone.

Í grófum dráttum er Khat minna ávanabindandi og hættuminna en kannabis (n.b. þá virðist sem alkóhól og tóbak séu bæði hættulegri en kannabis eða Khat, amk. skv. myndinni sem fylgdi Wikipedia greininni.)

Er einhver sérstök ástæða fyrir að banna þetta?


mbl.is Hald lagt á fíkniefnið Khat í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband