28.11.2010 | 23:54
Ritskoðun - styðjum WikiLeaks
Íslenska ríkið hefur hvorki réttinn, hæfnina né peningana sem þarf til að ritskoða internetið - punktur! Þó WikiLeaks sé
Þessi stelpa er greinilega nógu vitlaus til að halda annað. Gögnin eru lekin og ekkert við því að gera, eða eiga stjórnvöld á Íslandi líka að loka The Guardian og öðrum fréttastofum sem eru nú þegar komin með öll gögnin milli handanna?
Bandaríkin skitu upp á bak og nú þurfa pólitíkusar og aðrir að standa á bak við gjörðir sínar.
Ítrekar að Ísland eigi að loka WikiLeaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara enn eitt dæmið um það að æðstu menn vilja ritstýra svo við hinn almenni borgari komumst ekki að því hvað ríkisstjórnir heimsins hafa gert.
Ég styð WikiLeaks 100% enda kominn tími á að einhver upplýsi hinn almenna borgara um það sem virkilega hefur gengið á. Fjölmiðlar ljúga að okkur og er ekki treystandi og vona ég að WikiLeaks sé það sem koma skal og að við fáum nú að heyra satt og rétt frá því sem gengur á.
Við hljótum bara að hafa rétt á því!
Júlíus Valdimar Finnbogason, 29.11.2010 kl. 06:51
Bandarísk stjórnvöld munu nota þetta sem átyllu fyrir massífum áróðri fyrir auknum valdheimildum til að stýra upplýsingaflæði á internetinu. Ritskoðunin er hafin, bæði þar og í Bretlandi er stjórnvöld byrjuð að taka niður vefsíður sem eru þeim þyrnir í augum, án nokkurs dómsúrskurðar eða eðlilegrar málsmeðferðar. Það er einfaldlega gert í skjóli valdheimilda sem framkvæmdavaldið hefur tekið sér. Með sama áframhaldi munu Bandaríkin og Bretland verða eins og Kína þegar kemur að netfrelsi.
Þeim mun hinsvegar ekki takast ætlunarverkið nema að mjög takmörkuðu leyti því vissulega er það svo að ef reynt er að loka fyrir upplýsingar á netinu, þá birtast þær einfaldlega bara annarsstaðar. WikiLeaks er gott dæmi því gögn frá vefsvæðinu eru spegluð á netþjónum út um allan heim.
Velkomin í þriðju heimsstyrjöldina: stríðið gegn upplýsingafrelsi.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2010 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.