Hvers vegna er Khat ólöglegt?

Ég hafði ekki heyrt um þetta efni fyrr en ég las um það í fréttinni. Khat er planta sem inniheldur dauft örvandi vímuefni sem kallast cathinone.

Í grófum dráttum er Khat minna ávanabindandi og hættuminna en kannabis (n.b. þá virðist sem alkóhól og tóbak séu bæði hættulegri en kannabis eða Khat, amk. skv. myndinni sem fylgdi Wikipedia greininni.)

Er einhver sérstök ástæða fyrir að banna þetta?


mbl.is Hald lagt á fíkniefnið Khat í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birkir Helgi Stefánsson

Eða hvers vegna eru sígarettur löglegar? :)

Birkir Helgi Stefánsson, 18.8.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Kommentarinn

Það eru engin heilsufarsleg rök fyrir því að banna þetta. Það er hinsvegar ekki það sem hugsað er um þegar lög eru sett.

Kommentarinn, 18.8.2010 kl. 21:35

3 identicon

Pólitíkusar þurfa ákveðnar rétthugsanir til að mjólka atkvæði fyrir kosningar. Fyrst er heilaþvegið almenning og svo er það mjólkað seinna. "Fjölskylduvænt samfélag", "en hvað með aumingja börnin?".

Fíkniefnastríðið viðbjóðslega heldur áfram.

Geiri (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 01:49

4 identicon

Semsagt rökin fyrir því að leyfa Khat er þessi mynd sem þú copy/pastaðir frá Wikipedia? Afar sannfærandi.

Arngrímur (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 06:05

5 identicon

Arngrímur skrifar: "Semsagt rökin fyrir því að leyfa Khat er þessi mynd sem þú copy/pastaðir frá Wikipedia? Afar sannfærandi."

Hver eru rökin fyrir því að banna Khat?

Auk þess er þessi mynd tekin úr rannsókn sem var birt í The Lancet , og ég geri ráð fyrir að hún sé birt hérna til að sýna fram á að það væri meiri ástæða til að banna áfengi eða sígaréttur frekar en Khat.

Það yrði aftur á móti uppþot á meðal hræsnaranna á Íslandi ef að guðsveigarnar yrðu bannaðar.

Maynard (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 07:01

6 identicon

Grunar að þetta sé bannað af sömu ástæðum og kannabis. Ekki hægt að skattlegga þetta þar sem allir gætu látið einhverja PLÖNTU vaxa....en hvað veit ég.

Einar (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 07:50

7 identicon

ég er með geðsjúkdóm sem læknirinn minn viðurkennir að hægt sé að halda niðri með cannabis, en það er ólögleg og dýr planta svo mér stendur bara til boða Lithium-málmsölt sem eru stórhættuleg snefilefni

Geðveikur (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 10:40

8 identicon

Ég get frætt almenning á því að Khat er ekki lyf.  Yfirleitt notað af Sómalíusvertingjum,  vel að merkja einungis af körlunum konur nota þetta ekki. Fyrir nokkrum árum þegar ég bjó í Gautaborg fóru Sómalskar konur til  til yfirvalda í Gautaborg og báðu um að hart yrði tekið á málum Khatneytenda.  Það fundust engin lög gegn þessum plöntum sem svertingjarnir voru að tyggja frá morgni til kvölds.  Konurnar höfðu ekkert fé handa á milli´.  Gátu knappast fætt eða klætt börnin sín, því allir peningar fóru í Khat.  Ég hef enga trú á því að þetta sé eitrað að sama skapi og sígaréttur.  En þetta kostar mikla peninga og má geta þess að jurtablöðin eru óvirk eftir tvo sólarhringa, gefa s.s. enga fíkn í kroppinn.  Semsagt óþverrinn þarf að berast á rúmum sólahring frá löndunum sem þessar plöntur vaxa (Eretrea,Sómalía og fl.lönd í Afríku.  Það var brugðist fljótt við enda óverjandi að láta alla sosialbætur ganga til kaupa á Khat.  Svo í dag er í Svíþjóð bannað með lögum að tyggja Khat. Samt eru fleiri tugir tonna tekin þegar þessi idiót reyna að keyra í gegnum Öresundsbrúna. þetta er sem sé jurt sem karlar tyggja, og geta ekki verið án....  Kallast það þá ekki eiturlyf  rétt eins og sígaréttur?????

J.þ.A. (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 12:01

9 identicon

Hér sem víðar eru öll vímuefni bönnuð sjálfkrafa. Það er sjálfkrafa gert ráð fyrir því að það sé ástæða til þess.

J.þ.A.: Þetta eru alls ekki nógu góð rök til að banna hluti, en það þykir mér stórmerkilegt að það sé ekki bannað að tyggja nokkurn skapaðan hlut yfirhöfuð í Svíþjóð, enda eitt bannglaðasta land í heiminum.

Hversu vel hefur það virkað hingað til að banna kannabisefni? Þarf að þvaðra um þetta að eilífu? Svona bönn gera illt verra, þau laga ekki, þau gera bara illt verra, alltaf, alls staðar. Bara vegna þess að eitthvað hefur neikvæðar afleiðingar þýðir ekki að það sé góð hugmynd að banna það bara.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 13:16

10 Smámynd: Kommentarinn

Eiturlyf er mjög gildishlaðið orð og alls ekki alltaf viðeigandi. Sígarettur held ég samt að flestir séu sammála um að séu bölvað eitur þegar áhrifin á mannslíkamann eru skoðuð. Khat er nánast ekkert eitrað - svo vitað sé og því ekki viðeigandi að kalla það eitur. Auk þess er það nánast ekkert líkamlega ávanabindandi heldur er þetta frekar menningarlegur ávani.

Að banna þetta væri svipað og ef kaffi væri mjög dýrt og öryrkjar eyddu öllum bótunum sínum í kaffi og því væri það bannað.

Heilsufarsleg rök eru því engin.

Kommentarinn, 19.8.2010 kl. 13:32

11 identicon

Helgi H.Gunnarss.  kl,13.16  Ertu  búinn að lesa fréttirnar frá Hollandi?  Þar sem túristarnir eru búnir að koma óorði á kannabisið,  svo nú fá bara innfæddir hollendingar að neyta þess.  Það er ábyggilega óverjandi í þínum augum að svo sé.  Í mínu fyrra komment, get ég þess að ástæðan fyrir banni Khat í Svíþjóð, voru kröfurnar frá mæðrunum sem ekki gátu brauðfætt börnin sín.  Það finnst mér næg ástæða. Ef þér finnst það ekki næg ástæða, þá ætla ég að vona að þú eigir engin börn og komir aldrei til með að eignast nokkur.Ekkert barn á að þurfa eiga föður með svona skoðanir. 

J.þ.A. (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 13:48

12 identicon

Í greininni sem þú vitnar í stendur líka:

„Qat is an effective anorectic (causes loss of appetite), so most of its users are underweight. Long-term use can precipitate the following effects: negative impact on liver function, permanent tooth darkening (of a greenish tinge), susceptibility to ulcers, and diminished sex drive.

Those who abuse the drug generally cannot stay without it for more than 4–5 days, without feeling tired and having difficulty concentrating. Some researchers also say that qat is “an amphetamine-like substance”, and those who use it are more likely to develop mental illnesses. Others say that these mental illnesses are the result of the financial problems and the sleeplessness that the drug causes. But it is still unclear if the consumption of qat directly affects the mental health of the user or not.[14] Occasionally a psychosis can result, resembling a hypomanic state in presentation.“

D. Gunnar (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 13:49

13 identicon

D.Gunnar - gott koment, en þetta með mental heilsuna er erfitt að meta - hefur þú nokkurn tíma kynnst Sómalíusvertingja. Það hef ég og það er ekkert að meta!

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:02

14 identicon

J.þ.A.: Ég svara venjulega ekki svona innihaldslausum fávitaskap, en þér að segja mun ég segja börnum mínum þegar þau ná þeim aldri, að ef þau detti, þá ætli ég ekki að sparka í þau á meðan þau eru liggjandi, og að ef þau gera mistök í lífinu, þá vil ég ekki gera líf þeirra verra með sektum eða fangelsisvist. Hvað með þig?

Ofan á það erum við ekki að tala um lög sem banna einungis börnum að neyta þessarra efna, heldur einnig fullorðnu fólki. Ég hef aldrei heyrt nokkurn mann segja að það eigi að leyfa sölu fíkniefna til barna.

En hér eru fréttir handa þér, sem ég veit að þættu stórfréttir á Íslandi ef Íslendingar almennt skildu þær: fullorðið fólk er ekki börn. Ég er ekki barn og lögin eiga ekki að koma fram við mig eins og ég sé slíkt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:08

15 identicon

J.þ.A.: Ég gleymdi að nefna ummæli þín um Holland vegna þess að mér gæti ekki verið meira sama um hvernig málin séu í Hollandi. Ég er Íslendingur og þess vegna vil ég að landslög Íslands sparki ekki í liggjandi fólk, en sem betur fer bý ég núna í Kanada þar sem komið er fram við fullorðið fólk eins og fullorðið fólk.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:11

16 Smámynd: Hannes Baldursson

@Arngrímur

Ég er enginn sérfræðingur í þessu og ég var ekki að reyna að sannfæra einn né neinn enda hef ég engan áhuga á vímuefnum. Ég var bara að velta fyrir mér hvort það væru einhver sértök rök fyrir að banna þetta.

Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort þetta eigi að vera bannað eða ekki, nema ég hafi viðeigandi upplýsingar fyrir framan mig. Það ættu allir að gera það að mínu mati.

Hannes Baldursson, 19.8.2010 kl. 14:55

17 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Til hvers að ræða þetta það sem J.þ.A. segir hér er alveg hárrétt

"jurtablöðin eru óvirk eftir tvo sólarhringa"

Allt tal um Khat hér skiptir engu, þetta vex í afríku og það þarf að koma þessu frá afríku hingað til lands og beint í sölu og neyslu á innan við 48klst.

Þetta gengur kostnaðarlega aldrei upp.

Pétur Eyþórsson, 19.8.2010 kl. 15:51

18 identicon

Smakkaði khat fyrir rúmum 30 árum í Bretlandi. Það er afspyrnu rammt á bragðið. Þetta er jafnvel verra á bragðið en kaffi. Skíta vímugjafi. Mér sýnist að eiginlega það eina jákvæða við khat er að það er ekki eins brútal vímugjafi og áfengi.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 11:17

19 identicon

Foreldrar hafa alveg vanrækt börnin sín vegna áfengis- og sígarettuneyslu hér á Íslandi, þannig að það er áfram hræsni að vilja banna þessar plöntur en ekki löglegu fíkniefnin tvö.

Þó að aðrir fari illa með eitthvað þá réttlætir það ekki endilega bann gegn því að ég noti það. Ég kann að fara með þessi efni, af hverju á það að bitna á mér að aðrir geti það ekki?

Geiri (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband