5.11.2010 | 00:45
Óréttlæti í réttarkerfinu
Einhver bloggaði "það er ljótt að stela".
Ekki alveg. Ólöglegt niðurhal er brot á höfundarétti sem er ekki það sama og þjófnaður. Það er vissulega ljótt að stela en slíkt sjónarmið er hvorki hjálplegt né viðeigandi í þessu tilviki að mínu mati.
Finnst engum skrítið að aumingja konan hefði í mesta lagi fengið skilorðsbundinn dóm ef hún hefði stolið tveimur geisladiskum úr Wallmart (miðað við 12 lög á hverjum disk)?
Finnst engum skrítið að það hefði aldrei orðið neitt mál ef hún hefði fengið skrifaðan geisladisk, afritað lögin af iPod eða jafnvel snældu (mixtape)?
Það eru mjög margir íslendingar sem eiga fleiri þúsund lög á iPod eða tölvunni sinni sem þeir hafa sótt af netinu og aldrei borgað krónu fyrir og finnst flestum ekkert að því að deila lögunum sín á milli. Til að setja þetta í samhengi má líta á þetta svona:
Miðað við $62500 dali á hvert lag eða tæpar 7 miljónir króna á hvert lag þarf ekki nema 32 einstaklinga, hver með 3000 lög, til að jafna Icesave skuldina sem var 640 miljarðar árið 2008.
Einhver bloggaði "það er ljótt að stela" en spurningin er í rauninni: hver er þjófurinn? Ekki furða að RIAA og MPAA séu gjarnan kallaðir MAFIAA.
Dýr lög á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem er sérstaklega skrítið við þennan dóm að manneskjan er bæði dæmt fyrir að stela og að láta stela af sér. Því að ef hún hefur verið að stela með niðurhalinu þá hlýtur hún að hafa verið rænd þegar það var halað niður af hennar tölvu.
Miró (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 01:40
hún er ekki bara að fá dóm fyrir að stela, heldur fyrst og fremst fyrir að hýsa lögin á tölvunni sinni og gera þau aðgengileg fyrir aðra að downloada.
(er samt sammála um að þessi refsiupphæð er fáranleg).
þannig að walmart dæmið sem þú setur upp er ekki alveg rétt.
frekar að einhv stelur disk, fjölfaldar í milljónum eintaka og gefur svo öðrum.
v (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 09:01
@V
Hárrétt varðandi hýsinguna; ég vissi af henni en mér láðist að nefna hana því deiling fylgir oftast ólöglegu niðurhali. Walmart dæmið ætti í rauninni að vera:
Hún hefði getað stolið tveimur geisladiskum úr Walmart og skrifað (fjölfaldað) 10 eintök af hvorum disk fyrir vini sína sem gætu svo _kannski_ gefið vinum sínum afrit af diskunum - og hún hefði í versta lagi fengið skilorðsbundinn dóm (fyrir stuldinn en ekki deilinguna.)
Aðalatriðið var samt kannski ekki nógu augljóst en það er hversu gallað réttarkerfið er ef það er hægt að sekta fjögurra barna móður um 162.000.000 kr fyrir að sækja og deila nokkrum lögum; þegar slíkt eins viðgengst almennt innan samfélagsins er það ekki réttlæti og hefði getað gerst fyrir hvern sem er.
Greinilegt að RIAA er að gera dæmi úr þessari konu.
Hannes Baldursson, 5.11.2010 kl. 15:17
Þeir eru bara aðeins að djóka í okkur því þeir vita að þeir geta þetta. Er náttúrulega út í hött þessi dómur.
Davíð Þór Þorsteinsson, 6.11.2010 kl. 05:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.